Dauðarefsing gegn Rushdie enn í gildi

Salman Rushdie með bók sína Söngvar Satans, sem á að …
Salman Rushdie með bók sína Söngvar Satans, sem á að hafa móðgað hinn íslamska heim. Reuters

Dauðrefs­ing­in fatwa, sem gef­in var út gegn Salm­an Rus­hdie af leiðtoga Írans fyr­ir átján árum síðan, er enn í gildi og mun halda áfram að vera það, sagði ír­ansk­ur klerk­ur eft­ir að Eng­lands­drottn­ing aðlaði hinn um­deilda rit­höf­und.

„Í ís­lömsku Íran er upp­reisn­ar fatwa, sem gef­in var út af Iman Khomeini ennþá í gildi, og verður ekki breytt,“ sagði Hojatoleslam Ahmad Khatami í bæna­stund í Tehran.

Fyr­ir átján árum síðan neydd­ist Rus­hdie til þess að fara í fel­ur eft­ir að gef­in var út dauðrefs­ing gegn hon­um vegna bók­ar hans Söngv­ar Satans. Árið 2005 ít­rekaði eft­ir­maður Khomein­is, Ayatollah Ali Khameini, að dauðarefs­ing­in væri enn í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka