Dómstóll í París dæmdi í dag 15 fyrrum starfsmenn Eiffelturnsins í París fyrir fjárdrátt en fólkið, sem starfaði í miðasölunni við turninn á árunum 1996 til 2000, er talið hafa dregið sér samtals jafnvirði um 85 milljóna króna með því að stinga hluta aðgangseyrisins undan.
Fólkið fékk skilorðsbundna fangelsisdóma á bilinu 3-12 mániði og einnig var það dæmt til að greiða 2-10 þúsund evrur í sektir. Við fjárdráttinn nýttu starfsmennirnir sér gloppu í tölvukerfi, sem gerði þeim kleift að prenta út aðgöngumiða, sem ekki komu fram í talningu.
Yfir 6,2 milljónir manna greiða árlega fyrir að fá að fara upp í Eiffelturninn, sem reistur var árið 1889.