Svíar haldast lengst allra í hjónabandi

Hér sjást brúðir hlaupa í árlegu brúðarkapphlaupi í New York. …
Hér sjást brúðir hlaupa í árlegu brúðarkapphlaupi í New York. Kannski væri betra fyrir þær að hlaupa í Svíþjóð þar sem Svíar haldast lengst allra í hjónabandi Reuters

Þrátt fyrir að 40% allra sænskra hjónabanda endi með skilnaði, virðast hin hjónaböndin halda í mettíma og aldrei fyrr hafa svo margir Svíar verið giftir sömu manneskjunni.

Að meðaltali vara sænsk hjónabönd í 49 ár og hefur hjónaböndum sem vara í 50 ár fjölgað úr 32.100 árið 1960 í 122.000 árið 2000. Meginástæðan er sú að Svíar, líkt og aðrar þjóðir, lifa lengur nú en áður og að fólk gifti sig mun yngra á fjórða áratugnum en nú á dögum.

Sænsk hjónabönd eru meðal þeirra lengstu í heimi, þrátt fyrir háa skilnaðartíðni, skjóta giftir Svíar Japönum í sömu hjúskaparstöðu ref fyrir rass. Sífellt lengri hjónabönd má líka finna á Norðurlöndunum, Belgíu, Bretlandseyjum og í Þýskalandi en lengsta hjónaband sem sænskir sérfræðingar vita um er kínverskt. Það dugði í nítíu ár, og voru hjónin 12 og 13 ára þegar þau giftu sig árið 1915.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert