Fundu pyntingaklefa al-Qaeda í Írak

Bandarískir hermenn segjast hafa fellt allt að 90 al-Qaedaliða í borginni Baquba í Írak en umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í borginni gegn uppreisnarmönnum. Að sögn íraskra fjölmiðla hafa bandarískir hermenn fundið pyntingarklefa auk sprengiefnis og efna sem nota má til að búa ti, sprengiefni.

Íraskir fjölmiðlar segja, að bandarískir hermenn hafi náð valdi á Chatunhverfinu í Baquba og þar hafi pyntingarklefinn fundist. Í klefanum hafi verið hnífar og ýmis pyntingartæki og hann var allur blóðugur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert