Fuglaflensa staðfest í Þýskalandi

Þýsk stjórnvöld tilkynntu í dag, að fuglaflensuveiran H5N1, sem getur borist í menn, hefði greinst í villtum fuglum í Bæjaralandi, fimm svönum og einnig gæs. Er þetta í fyrsta skipti í tæpt ár sem þessi veira greinist í landinu.

Alls hafa rúmlega 190 manns látið lífið af völdum fuglaflensu í Asíu frá árinu 2003 en milljónum fugla hefur verið fargað þar og víða um heim.

Fyrr í þessum mánuði greindist fuglaflensa í Tékklandi. Á síðasta ári greindist fuglaflensuveiran í fuglum í nokkrum Evrópuríkjum, þar á meðal Danmörku og Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert