Gordon Brown hét því að breyta Bretlandi til þess að mæta nýjum forgangsmálum, þegar hann tók við flokksleiðtogaembætti breska Verkamannaflokksins af Tony Blair í dag. Verðandi forsætisráðherra landsins lofaði stefnubreytingu til þess að takast á við fátækt og að bæta heilbrigðisþjónustu. Hann sagði að ekki væri hægt að sigra öfgahópa heimsins með hermætti einum saman.
„Utanríkisstefna okkar á næstu árum mun endurspegla þann sannleika, að til þess að einangra og yfirbuga hryðjuverkamenn þarf nú meira en hernaðarmátt“, sagði Brown í fyrstu ræðu sinni sem flokksformaður á flokksfundinum í dag. „Það er einnig barátta hugmynda og hugmyndafræði sem verður háð á næstu árum og unnin af hjarta og hug hér heima og út um allan heim,“ sagði hann.
Brown sagði lykilinn vera sátt í Miðausturlöndum um tveggja rikja lausn fyrir Ísrael og Palestínu.
Hann þakkaði að lokum Tony Blair fyrir vel unnin störf og hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma á friði á Norður-Írlandi, sem hann sagði sögulegan atburð.