Gordon Brown orðinn flokksleiðtogi

Gordon Brown, nýkjörinn flokksleiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Gordon Brown, nýkjörinn flokksleiðtogi breska Verkamannaflokksins. AP

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, var kjörinn í embætti flokksleiðtoga Verkamannaflokksins í dag og tekur við embætti forsætisráðherra landsins á miðvikudaginn, þegar Tony Blair lætur af störfum. Harriet Harman, aðstoðardómsmálaráðherra Bretlands, sem hefur beðið ríkisstjórnina um að biðjast afsökunar á mistökum Íraksstríðsins, verður aðstoðarflokksleiðtogi. Þau Brown og Harman eru bæði 56 ára.

Harman, sem fyrrum lögmaður, tekur við embætti af John Prescott sem aðstoðarflokkleiðtogi Verkamannaflokksins, en Gordon Brown hefur ekki gefið út hvort hann muni skipa aðstoðarforsætisráðherra.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Manchester þegar Gordon Brown mætti ásamt konu sinni Söru. Hann hefur beðið þess að taka við flokkleiðtogaembættinu síðan árið 1994, en þá féllst hann á að bjóða sig ekki fram gegn Tony Blair í leiðtogakjöri. Næstu kosningar í landinu verða árið 2009 eða 2010.

Harriet Harmn sagði í sigurræðu sinni að það væri mikill heiður að vinna við hlið Gordons Browns og að það yrði erfitt að feta í fótspor fyrirrennara hennar, John Prescott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert