Fyrrum forsætisráðherra Hamas, Ismail Haniya, krafðist þess í dag að Alan Johnston, blaðamaður BBC, yrði látinn laus eftir 104 daga vist hjá íslömskum öfgahópi. Haniya sagðist ekki ætla að umbera gíslatökuna lengur.
Haniya sagði í ræðu sem hann flutti á fundi stuðningsmanna sinna, að hann hefði séð myndband þar sem Johnstone sést með sprengubelti spennt á sig.
„Þessu verður að linna, þettta getur ekki haldið svona áfram," sagði Haniya. Hann sagði ekki hvar hann hefði séð myndbandið og það hefur ekki verið sýnt opinberlega.