Haniya vill fá Alan Johnston lausan

Alan Johnston hefur nú verið 104 daga í gíslingu hjá …
Alan Johnston hefur nú verið 104 daga í gíslingu hjá íslömskum öfgamönnum á Gasa. AP

Fyrrum forsætisráðherra Hamas, Ismail Haniya, krafðist þess í dag að Alan Johnston, blaðamaður BBC, yrði látinn laus eftir 104 daga vist hjá íslömskum öfgahópi. Haniya sagðist ekki ætla að umbera gíslatökuna lengur.

Haniya sagði í ræðu sem hann flutti á fundi stuðningsmanna sinna, að hann hefði séð myndband þar sem Johnstone sést með sprengubelti spennt á sig.

„Þessu verður að linna, þettta getur ekki haldið svona áfram," sagði Haniya. Hann sagði ekki hvar hann hefði séð myndbandið og það hefur ekki verið sýnt opinberlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert