Ísraelsmenn gerðu loftárás á bíl á Gasasvæðinu

Palestínumenn skoða bíl, sem Ísraelsmenn skutu flugskeytum á í kvöld.
Palestínumenn skoða bíl, sem Ísraelsmenn skutu flugskeytum á í kvöld. Reuters

Ísraelsmenn gerðu í kvöld loftárás á bíl á Gasasvæðinu. Einn maður í bílnum lét lífið og þrír særðust. Herskáu samtökin Jihad sögðu, að mennirnir í bílnum hefðu verið í heilagri sendiferð, sem þýðir að þeir voru að undirbúa árás á Ísrael. Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, munu ræða saman í Egyptalandi á morgun.

Ísraelsstjórn samþykkti í dag að greiða heimastjórn Palestínumanna skattfé, sem Ísraelsmenn innheimta en hættu að greiða eftir að heimastjórn undir forustu Hamassamtakanna tók við völdum á síðasta ári. Ísraelsmenn sögðu þó, að ekki mætti búast við miklum árangri af fundinum á morgun og höfnuðu tillögum Palestínumanna um að hefja án tafar viðræður um friðarsamning.

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, bauð Abbas, Olmert Abdullah Jórdaníukonungi til Sharm el-Sheik á morgun og er fundinum m.a. ætlað að sýna að Abbas nýtur alþjóðlegs stuðnings þótt hann eigi við mikla erfiðleika að etja heima fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert