Barroso hvetur til harðari aðgerða gegn hlýnun andrúmsloftsins

Barroso og Fogh Rasmussen ræða við heimamenn í Ilulissat á …
Barroso og Fogh Rasmussen ræða við heimamenn í Ilulissat á Grænlandi. AP

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir heimsókn til Grænlands í gær að grípa verði til harðari aðgerða til að stöðva hlýnun andrúmsloftsins. Barroso fór til Ilulissat á Grænlandi ásamt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og hlýddi þar á frásagnir sjómanna og veiðimanna af því hvernig veðurfarsbreytingar hafa haft áhrif á daglegt líf þeirra.

Danskir fjölmiðlar hafa eftir Barroso, að herða verði aðgerðir gegn hlýnun andrúmsloftsins. „Ástandið er afar alvarlegt. Grænland er án efa eitt þeirra svæða á jörðinni, sem orðið hafa fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingunum," sagði hann við Ritzaufréttastofuna.

Haldinn verður sérstakur leiðtogafundur um loftslagsmál í Kaupmannahöfn árið 2009 og segist Barroso vona, að sá fundur muni marka þáttaskil í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins.

Barroso ásamt konu sinni, Margarida Sousa Uva um borð í …
Barroso ásamt konu sinni, Margarida Sousa Uva um borð í þýsku rannsóknarskipi á ísfirðinum við Ilulissat. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert