Forsöguleg risamörgæs rannsökuð

Höfuðkúpur steingervinganna
Höfuðkúpur steingervinganna AP

Vísindamenn kynntu í dag niðurstöður fornleifarannsókna á höfuðkúpu og hluta af beinagrind á stærstu mörgæs sem vitað er um, Icadyptes salasi. Mörgæsin var rúmlega einn og hálfur metri að hæð og hafði oddhvassan gogg, um átján sentimetra langan, sem hún notaði að öllum líkindum til að reka fórnarlömb sín á hol.

Mörgæsin var uppi fyrir um 36 milljónum ára í Perú, en steingervingar annarrar mörgæsar sem uppi var fyrir um 42 milljónum ára, sem fengið hefur nafnið Perudyptes devriesi hafa einnig fundist. Uppgötvanirnar þýða að mörgæsir hafi flust til heitari svæða mun fyrr en talið var, og að þær hafi búið á hlýjum svæðum jarðar fyrir allt að 65 milljónum ára.

Hingað til hefur verið talið að mörgæsir hafi fyrst flutt sig nær miðaug fyrir um 10 milljónum ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert