Hundruð manna föst í skrifstofubyggingum í Sheffield vegna flóða

Bifreið ekið í gegn um vatnsflaum í Hull í dag
Bifreið ekið í gegn um vatnsflaum í Hull í dag Reuters

Hundruð manna sitja föst í skrif­stofu­bygg­ing­um í Sheffield vegna flóða og kepp­ast þyrl­ur við að sækja fólk, bygg­ing­ar eru sagðar við það að hrynja og hef­ur veggj­um og bif­reiðum skolað á brott í vatns­flaumn­um. Raf­magns­laust er á svæðinu svo fólkið er sam­bands­laust við um­heim­inn fyr­ir utan farsíma. Þá hafa borist óstaðfest­ar fregn­ir af því að ung­ling­ur hafi fallið í ána Sheaf í borg­inni og sé ekki fund­inn.

Þá seg­ir í frétt­um Sky News að 25 manns sitji fast­ir í bif­reiðum sín­um á Brightsi­de Lane í borg­inni.

Storm­ur og úr­hell­is­rign­ing ganga nú yfir Eng­land og Wales og hafa flóð valdið mikl­um usla. Veg­ir eru víða ófær­ir og hef­ur mörg­um skól­um verið lokað, björg­un­ar­menn hafa unnið að því að bjarga fólki sem lent hef­ur í ógöng­um og þurfti meðal ann­ars að sækja 50 börn eft­ir að skóla­bíll fest­ist í vatn­flaumi. Þá hafa hafa íbú­ar hundruð manna þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Öll lesta­fyr­ir­tæki hafa varað við því að trufl­un­um á sam­göng­um vegna veðurs­ins.

Í Hull lést maður eft­ir að hann festi ann­an fót­inn í niður­falli sem hann var að hreinsa. Þá sótti þyrla mann sem sat fast­ur í bif­reið sinni í Lincolns­hire.

Áfram­hald­andi vatns­veðri er spáð næsta sól­ar­hring­inn og er bú­ist við því að hinar miklu rign­ing­ar muni valda enn frek­ari vand­ræðum. Næsta sól­ar­hring­inn er í Yorks­hire og aust­ur­hluta Wales spáð jafn mik­illi úr­komu og í meðal mánuði, og allt að tvö­földu því magni á sum­um svæðum.

Listi yfir vef­mynda­vél­ar Sheffield-borg­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert