Karlmaður á þrítugsaldri, sem festist í niðurfalli við fiskeldisstöð nálægt Hull á Englandi, er látinn en slökkviliðsmenn reyndu án árangurs í rúmar þrjár klukkustundir að losa manninn. Svo virðist sem maðurinn hafi fest annan fótinn í niðurfallinu þegar hann var að hreinsa það en úrhellis rigning hefur verið á staðnum.
Rignt hefur um allar Bretlandseyjar í dag og var því spáð að sólarhringsútkoman yrði allt að 75 mm. Afar votviðrasamt hefur verið á Bretlandseyjum í júní.
Fresta varð upphafi Wimbledon tenniskeppninnar í Lundúnum í morgun vegna úrkomunnar.