Unglingsstúlkum sem fara í fóstureyðingu í Svíþjóð hefur fjölgað um helming frá 1995. Læknar telja að breytt viðhorf til kynlífs og getnaðarvarna sé ásamt verri kynfræðslu í skólum sé um að kenna. Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var við háskólann í Uppsala skortir víða á grundvallarþekkingu meðal sænskra unglinga.
Fréttavefur Dagens Nyheter skýrir frá því að þeir sem standa að könnuninni telji að breytt viðhorf til kynlífs meðal unglinga sé um að kenna.
Þar er klámvæðingu meðal annars kennt um og tekið fram að unglingar sæki kunnáttu sína nú í auknum mæli í klámmyndir fremur en að fá fræðslu í skólunum og því skorti mjög á fræðslu um getnaðarvarnir, ábyrgð og tillit.