Mikil fjölgum meðal unglingsstúlkna sem fara í fóstureyðingu

Ung­lings­stúlk­um sem fara í fóst­ur­eyðingu í Svíþjóð hef­ur fjölgað um helm­ing frá 1995. Lækn­ar telja að breytt viðhorf til kyn­lífs og getnaðar­varna sé ásamt verri kyn­fræðslu í skól­um sé um að kenna. Sam­kvæmt nýrri könn­un sem gerð var við há­skól­ann í Upp­sala skort­ir víða á grund­vall­arþekk­ingu meðal sænskra ung­linga.

Frétta­vef­ur Dagens Nyheter skýr­ir frá því að þeir sem standa að könn­un­inni telji að breytt viðhorf til kyn­lífs meðal ung­linga sé um að kenna.

Þar er klám­væðingu meðal ann­ars kennt um og tekið fram að ung­ling­ar sæki kunn­áttu sína nú í aukn­um mæli í klám­mynd­ir frem­ur en að fá fræðslu í skól­un­um og því skorti mjög á fræðslu um getnaðar­varn­ir, ábyrgð og til­lit.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert