Tveir látnir í flóðunum í Englandi

Reuters

Staðfest hefur verið að þrettán ára piltur sem féll ána Sheaf í Sheffield síðdegis hafi drukknað, hann er annað fórnarlamb stormsins sem nú gengur yfir Wales og England. Hundruð manna hafa ekki komist úr vinnu vegna flóðanna og er enn unnið að því að ferja fólkið á brott með þyrlum. Um 35.000 heimili eru rafmagnslaus.

Spáð er áframhaldandi vatnsveðri og mun rigna meðalúrkomu eins mánaðar næsta sólarhringinn samkvæmt veðurspám.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert