Umdeildu máli um málfrelsi og kannabisboðskap lokið

Lauf kannabisplöntunnar.
Lauf kannabisplöntunnar. mbl.is

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna úr­sk­urðaði í dag að banda­rísk­ur gagn­fræðaskóli hafi ekki brotið lög um mál­frelsi með því að víkja ein­um nem­and­an­um úr skóla. Nem­andinn kom fyr­ir löng­um borða þar sem hvatt var til kanna­bis­reyk­inga, fyr­ir fram­an sjón­varps­mynda­vél­ar sem fylgd­ust með þegar hlaupið var með Ólymp­íukynd­ill­inn í bæn­um.

Á borðanum stóð „Bong Hits 4 Jes­us". Bong er pípu­teg­und, sem notuð er til að reykja kanna­bis­efni, en skóla­yf­ir­völd­um var ekki skemmt yfir því að nafn Jesú væri tengt við þess kon­ar pípu. Nem­andinn, Joseph Frederick var rek­inn út skól­an­um í tíu daga, dreng­ur­inn vildi hins veg­ar ekki una refs­ing­unni og kærði brottrekst­ur­inn á þeim for­send­um að verið væri að troða á stjórn­ar­skrár­bundn­um rétti hans til mál­frels­is.

Málið hef­ur vakið mikla at­hygli og tók það fimm ár að fá end­an­leg­an úr­sk­urð æðstu dóm­stóla. Áhrifa­mikl­ir aðilar á borð við banda­rísku mann­rétt­inda­sam­tök­in American Civil Li­berties Uni­on og American Center for Law and Justice auk nokk­urra trú­fé­laga tóku málið upp á sína arma. Hæstirétt­ur úr­sk­urðaði hins veg­ar að skól­ar megi grípa til aðgerða til að vernda nem­end­ur gegn boðskap þar sem álíta má að verið sé að hvetja til neyslu á ólög­leg­um lyfj­um.

Frederick, sem býr í Kína og stund­ar nám seg­ir að borðinn hafi verið til­raun um mál­frelsi. „Borðinn er fynd­inn á fá­rán­leg­an hátt, það er ekk­ert vit í hon­um", sagði Frederick á blaðamanna­fundi sem hald­inn var um síma í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert