Umdeildu máli um málfrelsi og kannabisboðskap lokið

Lauf kannabisplöntunnar.
Lauf kannabisplöntunnar. mbl.is

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að bandarískur gagnfræðaskóli hafi ekki brotið lög um málfrelsi með því að víkja einum nemandanum úr skóla. Nemandinn kom fyrir löngum borða þar sem hvatt var til kannabisreykinga, fyrir framan sjónvarpsmyndavélar sem fylgdust með þegar hlaupið var með Ólympíukyndillinn í bænum.

Á borðanum stóð „Bong Hits 4 Jesus". Bong er píputegund, sem notuð er til að reykja kannabisefni, en skólayfirvöldum var ekki skemmt yfir því að nafn Jesú væri tengt við þess konar pípu. Nemandinn, Joseph Frederick var rekinn út skólanum í tíu daga, drengurinn vildi hins vegar ekki una refsingunni og kærði brottreksturinn á þeim forsendum að verið væri að troða á stjórnarskrárbundnum rétti hans til málfrelsis.

Málið hefur vakið mikla athygli og tók það fimm ár að fá endanlegan úrskurð æðstu dómstóla. Áhrifamiklir aðilar á borð við bandarísku mannréttindasamtökin American Civil Liberties Union og American Center for Law and Justice auk nokkurra trúfélaga tóku málið upp á sína arma. Hæstiréttur úrskurðaði hins vegar að skólar megi grípa til aðgerða til að vernda nemendur gegn boðskap þar sem álíta má að verið sé að hvetja til neyslu á ólöglegum lyfjum.

Frederick, sem býr í Kína og stundar nám segir að borðinn hafi verið tilraun um málfrelsi. „Borðinn er fyndinn á fáránlegan hátt, það er ekkert vit í honum", sagði Frederick á blaðamannafundi sem haldinn var um síma í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert