Kvartett Miðausturlanda, svokallaði, vilja að Tony Blair leiði friðarviðræður við botn Miðjarðarhafs. Ríkin fjögur héldu í dag fyrsta fund sinn eftir uppreisn Hamas á Gasa í síðustu viku. Bandaríkin vilja fá Blair, en margir Arabar líta á hann sem of hliðhollan Bandaríkjamönnum og Ísraelum.
Á fundur Kvartettsins, sem samanstendur af Evrópusambandinu, Rússlandi, Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum, voru Rússar óánægðir en eru ekki taldir líklegir til þess að reyna að koma í veg fyrir ákvörðunina. Ísraelar er ánægðir með Blair, en Palestínu menn eru sagðir tortryggnir í hans garð.