Arabar ekki hrifnir af Tony Blair

Mörgum Aröbum þykir Tony Blair of hliðhollur Bandaríkjunum.
Mörgum Aröbum þykir Tony Blair of hliðhollur Bandaríkjunum. Reuters

Kvartett Miðausturlanda, svokallaði, vilja að Tony Blair leiði friðarviðræður við botn Miðjarðarhafs. Ríkin fjögur héldu í dag fyrsta fund sinn eftir uppreisn Hamas á Gasa í síðustu viku. Bandaríkin vilja fá Blair, en margir Arabar líta á hann sem of hliðhollan Bandaríkjamönnum og Ísraelum.

Á fundur Kvartettsins, sem samanstendur af Evrópusambandinu, Rússlandi, Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum, voru Rússar óánægðir en eru ekki taldir líklegir til þess að reyna að koma í veg fyrir ákvörðunina. Ísraelar er ánægðir með Blair, en Palestínu menn eru sagðir tortryggnir í hans garð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert