Maður með danskan ríkisborgararétt og annar með dvalarleyfi í Danmörku eru meðal grunaðra íslamista sem hafa undanfarnar vikur verið handteknir í kjölfar átaka í norðurhluta Líbanons.
Mennirnir voru handteknir í Trípolí í lok maí en samkvæmt dönskum yfirvöldum er ekki ljóst hvers vegna þeim er haldið föngnum en Danir hafa farið fram á nánari upplýsingar um mennina
Einnig er verið að rannsaka fregnir af þriðja Dananum sem mun hafa verið handtekinn í fyrradag í kjölfar átaka líbanska stjórnarhersins við íslamska öfgamenn í Trípolí.