Ópíumframleiðsla í Afganistan aldrei meiri

Blóm valmúaplöntunnar en ópíum er unnið úr henni.
Blóm valmúaplöntunnar en ópíum er unnið úr henni.

Ópíumframleiðsla í Afganistan er enn að aukast, þrátt fyrir að 30.000 erlendir hermenn séu í landinu og hertar aðgerðir. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaviðskipti í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að gríðarleg aukning hafi orðið á ræktuninni á síðasta ári og að um 90% ræktunar á ópíum, sem notað er til að framleiða heróín, fari fram í landinu.

Á níunda áratug síðustu aldar framleiddi Afganistan um 30% alls ópíums í heiminum, nú eru um 70.000 hektara í Helmand héraði einu notaðir undir ræktunina, sem svarar um helmingi heimsframleiðslunnar. Myanmar, sem er annar mesti framleiðandinn, framleiðir aðeins um þriðjung þess sem framleitt er í Helmand.

Þá eru leiddar líkur að því í skýrslunni að öryggi muni ekki skapast í landinu fyrr en yfirvöld í Afganistan nái tökum á eiturlyfjavandanum þar.

Í skýrslunni segir einnig að eiturlyfjaviðskipti hafi lítið breyst á heimsvísu á árunum 2005 og 2006. Eftirlit og samstarf í löggæslu hefur aukist mikið en hins vegar hafi smyglarar á heróíni frá Afganistan og kókaíni frá Kólumbíu farið að nota smyglleiðir í Afríku í auknum mæli. Sameinuðu þjóðirnar segja að bregðast verði við þessari ógn undir eins í Afríku, sem nú þegar þurfi að glíma við alnæmi, berkla og malaríu, til að koma í veg fyrir þá heilbrigðisvá sem eiturlyfjum fylgja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert