Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, gaf í dag út tilskipun þar sem allur vopnaburður er bannaður á heimastjórnarsvæðum Palestínu. Bannið nær til hvers kyns vopna og sprengiefna að undanskildum þeim sem hafa fengið sérstök leyfi, tilgangurinn er sá að stöðva aðgerðir óformlegra vopnaðra sveita. Bannið gildir þó í raun aðeins á Vesturbakkanum þar sem Fatah hreyfing forsetans ræður ríkjum, en Hamas hreyfingin tók völdin á Gasa fyrr í mánuðinum.