Blair: „Au revoir, Auf Wiedersehen, Arrivederci”

Flutningamenn bera kassa út úr Downingstræti 10 í Lundúnum í …
Flutningamenn bera kassa út úr Downingstræti 10 í Lundúnum í morgun. Reuters
Eft­ir Dag Gunn­ars­son, dag­ur@mbl.is

Bla­ir sagði að nú væru um 5500 bresk­ir her­menn eft­ir í Basra og unnið væri að því að fækka þeim og að íraski her­inn tæki við æ fleiri verk­efn­um í grennd við Basra.

Einn þingmaður spurði Bla­ir ef hann líkt og Tor­tím­andinn (Arnold Schw­arzenegger) síðasti gest­ur hans frá Banda­ríkj­un­um, gæti ferðast i tíma og rúmi hvað myndi hann gera til að bjarga heim­in­um? Því svaraði Bla­ir á al­var­leg­um nót­um á þann veg að um­hverf­is­mál væru stórt verk­efni og liður í að bjarga framtíðinni og lagði jafn­framt áherslu á mennta­mál í svari sínu um framtíðina.

Sjálf­ur sló hann á létta strengi og sagðist hafa fengið op­in­bert skjal sem hon­um var sagt að passa vel upp á, það var eyðublað sem nefn­ist P45 og er breska út­gáf­an af skatt­korti Íslend­inga. Það var þrátt fyr­ir marg­ar al­var­leg­ar spurn­ing­ar létt yfir þing­mönn­um og mikið hlegið.

Þegar þingmaður sem spurði hann hvenær Verka­manna­flokk­ur­inn ætlaði að taka sig sam­an í and­lit­inu og leyfa bresku þjóðinni að kjósa um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu stóð Bla­ir upp, þakkaði þing­mann­in­um fyr­ir marga rimm­una háða í þingsaln­um og kvaddi hann með bros á vör með orðunum: „Au revo­ir, Auf Wieder­sehen, Arri­vederci”.

Tony Blair yfirgefur embættisbústað forsætisráðherra í morgun í síðasta skipti …
Tony Bla­ir yf­ir­gef­ur embætt­is­bú­stað for­sæt­is­ráðherra í morg­un í síðasta skipti sem for­sæt­is­ráðherra. Reu­ters
Ekki kvöddu allir Blair með söknuði í morgun. Þessi maður …
Ekki kvöddu all­ir Bla­ir með söknuði í morg­un. Þessi maður stóð utan við Down­ingstræti 10. Reu­ters
Blair kvaddi þingheim í dag.
Bla­ir kvaddi þing­heim í dag. Reu­ters
Blair kveður þjóð sína í dag.
Bla­ir kveður þjóð sína í dag. Reu­ters
Tony Blair og arftakinn Gordon Brown.
Tony Bla­ir og arftak­inn Gor­don Brown. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert