Blair: „Au revoir, Auf Wiedersehen, Arrivederci”

Flutningamenn bera kassa út úr Downingstræti 10 í Lundúnum í …
Flutningamenn bera kassa út úr Downingstræti 10 í Lundúnum í morgun. Reuters
Eftir Dag Gunnarsson, dagur@mbl.is
Tony Blair fráfarandi forsætisráðherra Bretlands svaraði fyrir skömmu spurningum í neðri deild breska þingsins í síðasta sinn. Margir þingmenn notuðu tækifærið til að þakka honum fyrir vel unnin störf og margir íhaldsmenn þökkuðu honum fyrir drengilega framkomu. Hann þurfti þó að svara erfiðum spurningum um brotthvarf breskra hermanna frá Írak og umhverfismál.

Blair sagði að nú væru um 5500 breskir hermenn eftir í Basra og unnið væri að því að fækka þeim og að íraski herinn tæki við æ fleiri verkefnum í grennd við Basra.

Einn þingmaður spurði Blair ef hann líkt og Tortímandinn (Arnold Schwarzenegger) síðasti gestur hans frá Bandaríkjunum, gæti ferðast i tíma og rúmi hvað myndi hann gera til að bjarga heiminum? Því svaraði Blair á alvarlegum nótum á þann veg að umhverfismál væru stórt verkefni og liður í að bjarga framtíðinni og lagði jafnframt áherslu á menntamál í svari sínu um framtíðina.

Sjálfur sló hann á létta strengi og sagðist hafa fengið opinbert skjal sem honum var sagt að passa vel upp á, það var eyðublað sem nefnist P45 og er breska útgáfan af skattkorti Íslendinga. Það var þrátt fyrir margar alvarlegar spurningar létt yfir þingmönnum og mikið hlegið.

Þegar þingmaður sem spurði hann hvenær Verkamannaflokkurinn ætlaði að taka sig saman í andlitinu og leyfa bresku þjóðinni að kjósa um aðild að Evrópusambandinu stóð Blair upp, þakkaði þingmanninum fyrir marga rimmuna háða í þingsalnum og kvaddi hann með bros á vör með orðunum: „Au revoir, Auf Wiedersehen, Arrivederci”.

Tony Blair yfirgefur embættisbústað forsætisráðherra í morgun í síðasta skipti …
Tony Blair yfirgefur embættisbústað forsætisráðherra í morgun í síðasta skipti sem forsætisráðherra. Reuters
Ekki kvöddu allir Blair með söknuði í morgun. Þessi maður …
Ekki kvöddu allir Blair með söknuði í morgun. Þessi maður stóð utan við Downingstræti 10. Reuters
Blair kvaddi þingheim í dag.
Blair kvaddi þingheim í dag. Reuters
Blair kveður þjóð sína í dag.
Blair kveður þjóð sína í dag. Reuters
Tony Blair og arftakinn Gordon Brown.
Tony Blair og arftakinn Gordon Brown. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert