Blair formlega tilnefndur sem erindreki í Miðausturlöndum

Tony Blair verður erindreki kvartettsins svonefnda í Miðausturlöndum.
Tony Blair verður erindreki kvartettsins svonefnda í Miðausturlöndum. Reuters

Tony Blair, sem í dag lét af embætti forsætisráðherra Bretlands, hefur formlega verið útnefndur erindreki Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum. Verður hlutverk Blairs einkum að vinna að friðarsamkomulagi milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Michele Montas, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í New York í dag. Fulltrúar kvartettsins svonefnda ræddu um umboð Blairs á fundi í Jerúsalem í gær.

Blair lét af embætti forsætisráðherra um hádegisbil í dag og síðdegis sagði hann af sér þingmennsku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert