Hundruð þúsunda án rafmagns í New York

Horft yfir Central Park í New York.
Horft yfir Central Park í New York. Reuters

Rúmlega 500.000 manns eru án rafmagns í New York borg í Bandaríkjunum. Rafmagnslaust er í austurhluta borgarinnar og Bronx, en neðanjarðarlestir ganga þar ekki og umferðarljós eru óvirk. Leitað er að orsök bilunarinnar en grunur leikur á að miklir hitar geti tengst henni. Rúmlega þrjátíu stiga hiti er í New York og hefur verið undanfarna þrjá daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka