Myrti fjölskyldu sína og framdi sjálfsvíg í kjölfarið

00:00
00:00

Talið er að fjöl­bragðaglímukapp­inn Chris Benoit hafi myrt sjö ára gaml­an son sinn á laug­ar­dag, degi eft­ir að hann myrti eig­in­konu sína. Benoit framdi síðan sjálfs­víg eft­ir að hafa myrt son sinn. Þetta er niðurstaða rétt­ar­lækna sem vinna að rann­sókn máls­ins. En lík fjöl­skyld­unn­ar fund­ust um helg­ina á heim­ili þeirra í Peachtree borg í Georgíu-ríki í Banda­ríkj­un­um.

Morðin hafa vakið óhug en að sögn lög­reglu þá virðist hann hafa dvalið á heim­il­inu með son sinn í sól­ar­hring eft­ir að hafa myrt eig­in­konu sína. Eins fund­ust bibl­í­ur hjá lík­un­um en þeim hafði verið stillt sér­stak­lega upp, að sögn lög­reglu.

Við rann­sókn á heim­ili glímukapp­ans fannst tals­vert magn af ster­um og er verið að rann­saka hvort stera­notk­un eigi ein­hvern þátt í þeirri ákvörðun Benoit að myrða fjöl­skyldu sína og fremja síðan sjálfs­víg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert