Öryggisveitir Sameinuðu þjóðanna í Kosovo tilkynntu í dag að farið yrði í fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir ofbeldi þegar serbneskir þjóðernissinnar minnast lykildagsetningar í sögu þeirra. Lögregla Sameinuðu þjóðanna ásamt samstarfsmönnum í röðum innfæddra og friðargæsluliðum Atlandshafsbandalagsins tryggja öryggi óbreyttra borgara þegar Verðir Tsar Lazar, harðlínu þjóðernishópur frá Serbíu, sækir heim staðinn þar sem Kosovo-orrustan var háð 28. júní árið 1389, nærri höfuðborginni Pristínu.