Vatnsskortur í Bergen

Bryggjan í Bergen.
Bryggjan í Bergen.

Afar óvenjulegt ástand er að skapast í borginni Bergen í Noregi, vatnsból eru að tæmast og stendur til að banna íbúum að þvo bíla sína og vökva garða. Bergen er annars þekkt fyrir miklar rigningar, og má nefna sem dæmi að rigningarmet var sett í bænum snemma á þessu ári, en þá rigndi í um sjötíu daga samfleytt.

Sumarveðrið hefur leikið við íbúa Bergen að undanförnu en bæjaryfirvöld vara nú við því að fólk verði að hugsa áður en það skrúfar frá krananum, t.a.m. sé óþarfi að láta vatn renna meðan tennur eru burstaðar, eða til að fá kalt vatn, má er mælt með því að garðplöntur séu aðeins vökvaðar akkúrat þar sem þess sé þörf í stað þess að láta úðarann ganga.

Þetta er í fyrsta sinn sem íhugað er að setja bann við ofnotkun vatns í borginni. Björgunin er þó handan við hornið, því norskir veður veðurfræðingar spá rigningu í „regnhöfuðborginni" í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert