Yasmin áfram á markaði í Danmörku

Pillan Yasmin olli fjaðrafoki fyrr í sumar.
Pillan Yasmin olli fjaðrafoki fyrr í sumar. mbl/Kristinn Ingvarsson

Getnaðarvarnarpillan Yasmin, sem olli miklu fjaðrafoki í Danmörku fyrr í mánuðinum, verður áfram á markaði þar í landi ef marka má orð heilbrigðisráðherrans. Telur hann ekki sannað að Yasmin valdi oftar lífshættulegum aukaverkunum heldur en aðrar tegundir getnaðarvarnapilla, eins og gefið var í skyn í sjónvarpsþætti.

Heilbrigðisráðherra Danmerkur vísaði í nýja evrópska rannsókn, sem birt var í vor, á aukaverkunum Yasminpillunnar. Þar þótti sannað að aukaverkanir af Yasmin séu svipaðar öðrum tegundum. Þá er fylgst kerfisbundið fylgst með aukaverkunum lyfja í Danmörku.

Umræðan um Yasminpilluna fór af stað í Danmörku eftir að sjónvarpsþátturinn TV2 rakti dauða tveggja kvenna til notkunar á lyfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert