Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair mun strax hefja störf sem erindreki Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum. Hann mun að öllum líkindum halda þangað í næsta mánuði. „Ég þarf að undirbúa jarðveginn fyrir samningaviðræðurnar og lykillinn að þeim er að búa Palestínumenn undir ríkismyndun,” sagði Blair í blaðaviðtali í morgun.
Blair tók fram að eina lausnin á vanda Ísraels og Palestínu væri að mynda tvö ríki á svæðinu. „Þarna verða að vera tvö fullvalda ríki í öllum skilningi,”