Bush biður Bandaríkjamenn um þolinmæði

Reuters

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti bað í dag landa sína um að gefa því átaki sem nú stend­ur yfir í Írak „tíma", og sagði að þær aðgerður sem nú stæðu yfir væru á frum­stigi. Síðustu her­menn­irn­ir í 30.000 manna liðsauka, sem samþykkt var að senda til Íraks, koma til lands­ins í mánuðinum.

„Banda­ríkja­menn verða að skilja að það tek­ur tíma að koma liðsauk­an­um sam­an og senda hann til Íraks. Nú eru hann kom­inn þangað, og við erum að láta til skar­ar skríða", sagði Bush þar sem hann ávarpaði sjó­liðaskóla í Newport á Rhode Is­land. „Þetta er vel skipu­lögð aðgerð af snjöll­um starfs­mönn­um hers­ins, og þeir eiga inni hjá okk­ur þann tíma og stuðning sem þarf til að áætl­un­in tak­ist."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka