George W. Bush, Bandaríkjaforseti bað í dag landa sína um að gefa því átaki sem nú stendur yfir í Írak „tíma", og sagði að þær aðgerður sem nú stæðu yfir væru á frumstigi. Síðustu hermennirnir í 30.000 manna liðsauka, sem samþykkt var að senda til Íraks, koma til landsins í mánuðinum.
„Bandaríkjamenn verða að skilja að það tekur tíma að koma liðsaukanum saman og senda hann til Íraks. Nú eru hann kominn þangað, og við erum að láta til skarar skríða", sagði Bush þar sem hann ávarpaði sjóliðaskóla í Newport á Rhode Island. „Þetta er vel skipulögð aðgerð af snjöllum starfsmönnum hersins, og þeir eiga inni hjá okkur þann tíma og stuðning sem þarf til að áætlunin takist."