Fyrsti svarti borgarstjórinn á Írlandi

Flóttamaður frá Nígeríu sem sótti um hæli á Írlandi fyrir sjö árum síðan verður fyrsti svarti maðurinn til að gegna borgarstjórastöðu þar í landi. Rotimi Adebari sem er 43 ára fjögurra barna faðir fæddist í Okeodan í Nígeríu og er reiknað með að hann taki við embætti borgarstjóra í Portlaoise í Mið-Írlandi seinni partinn í dag.

Í Portlaoise sem er um 100 km frá Dublin eru 12 þúsund íbúar. „Þetta er mesti heiður sem hægt er að njóta í þessum bæ, að vera íbúi númer eitt,” sagði Adebari sem flúði Nígeríu með konu sinni og tveimur börnum árið 2000.

Adebari tók meistaragráðu í fjölmenningarfræðum í Dublin og starfar fyrir sveitarfélagið í County Laois við að skipuleggja verkefni sem miðast að því að aðlaga innflytjendur að írsku þjóðfélagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert