Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar aftöku geðsjúks manns

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna stöðvaði í dag af­töku morðingja, sem tal­inn er al­var­lega van­heill á geði. Maður­inn skaut tengda­for­eldra sína til bana fyr­ir 15 árum fyr­ir fram­an konu sína og unga dótt­ur.

Hæstirétt­ur samþykkti með 5 at­kvæðum gegn 4, að fresta af­töku Scott Lou­is Panetti, sem seg­ist þjást af al­var­leg­um geðsjúk­dómi, sem valdi mikl­um rang­hug­mynd­um. Meiri­hluti hæsta­rétt­ar seg­ir, að taka hefði átt til­lit til þessa þegar Panetti var dæmd­ur til dauða.

Lög­menn Panett­is vildu að dóm­ur­inn kvæði upp úr um, að ekki mætti taka fólk af lífi, sem vegna geðsjúk­dóma hefði ekki skiln­ing á sam­bandi glæps og refs­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka