Maður handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi breskrar stúlku

Foreldrar Madelaine Mccann með mynd af dóttur sinni.
Foreldrar Madelaine Mccann með mynd af dóttur sinni. AP

Ítalskur karlmaður hefur verið handtekinn á Spáni í tengslum við rannsókn á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Talsmaður spænska innanríkisráðuneytisins sagði við AFP fréttastofuna, að maðurinn hefði verið handtekinn í borginni Algeciras nálægt Gíbraltar, eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipan á hendur honum.

Talsmaðurinn sagði, að lögreglan væri að rannsaka hugsanlega tengingu mannsins við hvart stúlkunnar.

Madeleine hvarf úr orlofsíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal 3. maí sl. Hafa foreldar stúlkunnar síðan ferðast um fjölmörg Evrópuríki til að vekja athygli á málinu en þau dvelja nú í Portúgal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert