Maður handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi breskrar stúlku

Foreldrar Madelaine Mccann með mynd af dóttur sinni.
Foreldrar Madelaine Mccann með mynd af dóttur sinni. AP

Ítalsk­ur karl­maður hef­ur verið hand­tek­inn á Spáni í tengsl­um við rann­sókn á hvarfi bresku stúlk­unn­ar Madeleine McCann. Talsmaður spænska inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sagði við AFP frétta­stof­una, að maður­inn hefði verið hand­tek­inn í borg­inni Al­geciras ná­lægt Gíbralt­ar, eft­ir að ít­ölsk stjórn­völd gáfu út alþjóðlega hand­töku­skip­an á hend­ur hon­um.

Talsmaður­inn sagði, að lög­regl­an væri að rann­saka hugs­an­lega teng­ingu manns­ins við hvart stúlk­unn­ar.

Madeleine hvarf úr or­lofs­í­búð fjöl­skyld­unn­ar í Praia da Luz í Portúgal 3. maí sl. Hafa for­eld­ar stúlk­unn­ar síðan ferðast um fjöl­mörg Evr­ópu­ríki til að vekja at­hygli á mál­inu en þau dvelja nú í Portúgal.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka