Ensím sem fjarlægir HIV veirur úr frumum

Vísindamenn hafa þróað ensím sem snýr við ferlinu sem verður þegar HIV veiran sýkir frumur og fjarlægir þannig í raun veiruna. Að þessu hefur verið unnið við Max Planck stofnunina og Heinrich Pette stofnunina við Hamborgarháskóla og lofa tilraunir sem gerðar hafa verið á frumum úr mönnum góðu.

Þetta þýðir þó ekki að hægt verði að lækna alnæmi á næstunni með hinni nýju tækni, því fyrst þarf að ná tökum á þeim hæfileika HIV veirunnar til að fela sig fyrir ónæmiskerfinu með því að leynast í hýsilfrumum svo mánuðum eða árum skiptir.

Alan Engelman, sameinda-veirufræðingur við Dana-Farber stofnunina, segir við tímaritið Scientific American að tilraunirnar lofi mjög góðu, hins vegar eigi eftir að tryggja að aðferðin virki við raunverulegar aðstæður auk þess að finna aðferð til að koma ensíminu í frumur í mannslíkama á réttan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert