Morðtilraun með öxi

Maður réðist á par með öxi á Södermalm í miðborg Stokk­hólms í nótt og hafa þau verið flutt á Söder-sjúkra­húsið til aðhlynn­ing­ar. Maður­inn sem er 55 ára er grunaður um morðtil­raun. Hann mun hafa lent í deilu við parið sem hann þekk­ir og ráðist á þau með öxi.

Maður­inn gaf sig sjálf­ur fram við lög­reglu. Hann seg­ist hafa notað öx­ina sem bar­efli og ein­ung­is slegið með flötu ax­ar­blaðinu en ekki höggvið til fólks­ins.

Kon­an mun hafa fallið niður steypt­ar tröpp­ur og misst meðvit­und við fallið.

Maður­inn er nú í varðhaldi og bíður þess að verða yf­ir­heyrður, lög­regl­an sagði í sam­tali við Dagens Nyheter að von­ast væri til að ræða við fórn­ar­lömb hans á sjúkra­hús­inu síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert