Ofbeldið eykst í Afganistan

Bandaríski herinn réðist til atlögu við meinta öfgamenn Talibana.
Bandaríski herinn réðist til atlögu við meinta öfgamenn Talibana. Reuters

Banda­rísk­ar og af­gansk­ar her­sveit­ir réðust til at­lögu við þrjár mis­mun­andi bækistöðvar grunaðra öfga­manna í aust­ur­hluta Af­gan­ist­an í morg­un. Fjór­ir meint­ir öfga­menn létu lífið og sex­tán aðrir voru hneppt­ir í varðhald. Í suður­hluta lands­ins lét­ust sautján meint­ir öfga­menn í loft­árás­um og bar­dög­um við banda­rísk­ar her­sveit­ir.

Banda­rísku her­menn­irn­ir fundu sprengj­ur og vopn í bækistöðvun­um og segja að eng­ir óbreytt­ir borg­ar­ar hafi lát­ist í átök­un­um.

AP frétta­stof­an hef­ur hins veg­ar eft­ir hátt sett­um manni í einu af þorp­un­um að Banda­ríkja­menn­irn­ir hafi notað sprengj­ur til að kom­ast inn í hús eitt og að fjór­ir menn úr þorp­inu hafi dáið í aðgerðinni, þorps­búi, tveir syn­ir hans og barna­barn.

Átök­in í Af­gan­ist­an hafa auk­ist og það sem af er ár­inu hafa 2400 manns látið lífið, flest­ir þeirra eru öfga­menn að sögn AP frétta­stof­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert