Ofbeldið eykst í Afganistan

Bandaríski herinn réðist til atlögu við meinta öfgamenn Talibana.
Bandaríski herinn réðist til atlögu við meinta öfgamenn Talibana. Reuters

Bandarískar og afganskar hersveitir réðust til atlögu við þrjár mismunandi bækistöðvar grunaðra öfgamanna í austurhluta Afganistan í morgun. Fjórir meintir öfgamenn létu lífið og sextán aðrir voru hnepptir í varðhald. Í suðurhluta landsins létust sautján meintir öfgamenn í loftárásum og bardögum við bandarískar hersveitir.

Bandarísku hermennirnir fundu sprengjur og vopn í bækistöðvunum og segja að engir óbreyttir borgarar hafi látist í átökunum.

AP fréttastofan hefur hins vegar eftir hátt settum manni í einu af þorpunum að Bandaríkjamennirnir hafi notað sprengjur til að komast inn í hús eitt og að fjórir menn úr þorpinu hafi dáið í aðgerðinni, þorpsbúi, tveir synir hans og barnabarn.

Átökin í Afganistan hafa aukist og það sem af er árinu hafa 2400 manns látið lífið, flestir þeirra eru öfgamenn að sögn AP fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert