Önnur sprengja fannst í Lundúnum

Park Lane hefur verið lokuð í dag vegna rannsóknar lögreglu
Park Lane hefur verið lokuð í dag vegna rannsóknar lögreglu Reuters

Bresk lög­reglu­yf­ir­völd hafa staðfest að önn­ur sprengja hafi fund­ist í bif­reið við Park Lane í dag. Gat­an hef­ur verið lokuð í dag ásamt Hyde garðinum vegna grun­sam­legr­ar bif­reiðar. Frétta­stof­an AFP hef­ur eft­ir heim­ild­um inn­an lög­regl­unn­ar að málið teng­ist aug­ljós­lega sprengju sem fannst við næt­ur­klúbb í borg­inni í nótt.

Talsmaður Scot­land Yard sagði á blaðamanna­fundi í kvöld að sprengj­urn­ar hafi verið sömu gerðar, út­bún­ar úr bens­íni, gasi og nögl­um.

Þá herma fregn­ir að um um­tals­vert magn sprengi­efna hafi verið að ræða. AFP seg­ir einnig að ætl­un­in hafi verið að láta sprengj­una springa á Hay­mar­ket hverf­inu í borg­inni, á sama svæði og fyrri sprengj­an fannst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert