Sviðsmenn Rolling Stones létust af slysförum

Frá tónleikum Rolling Stones í Madríd í gærkvöldi.
Frá tónleikum Rolling Stones í Madríd í gærkvöldi. Reuters

Tveir starfsmenn sem unnu að því að taka sundur sviðsmynd hljómsveitarinnar Rolling Stones í Madríd létust er stór hluti úr sviðsmyndinni féll og þeir með honum úr 10 metra hæð. Dagblaðið El Pais skýrði frá því að einnig hefðu tveir starfsmenn slasast alvarlega.

Rolling Stones héldu tónleika á Vincente Calderon fótboltaleikvanginum í Madríd í gærkvöldi. Að sögn El Pais voru mennirnir tveir sem létust og einn hinna slösuðu í sigbeltum og öryggislínum er þeir fóru niður með stálbita sem þeir voru að losa.

Sviðmynd Rolling Stones er gríðarlega umfangsmikil.
Sviðmynd Rolling Stones er gríðarlega umfangsmikil. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert