Fjórir í haldi vegna árása í Bretlandi

00:00
00:00

Viðbúnaðarástand í Bretlandi vegna hryðju­verka­hættu var hækkað í kvöld eft­ir fund neyðar­nefnd­ar lands­ins. Fjór­ir menn eru í haldi eft­ir að til­raun­ir voru gerðar til sprengju­árása í Lund­ún­um í gær og á Glasgowflug­elli í dag. Skoska lög­regl­an sagði að mál­in í Glasgow og Lund­ún­um tengd­ust.

Tveir menn voru í Cherokee-jeppa, sem ekið var log­andi á flug­stöðina í Glasgow um tvöleytið í dag. Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir og flutt­ir á sjúkra­hús þar sem þeir meidd­ust. Barst eld­ur í föt ann­ars þeirra og ligg­ur hann nú á sjúkra­húsi og er tal­inn í lífs­hættu vegna al­var­legra bruna­sára.

Grun­sam­leg­ur búnaður fannst á mann­in­um og var sjúkra­húsið rýmt í ör­ygg­is­skyni. Lög­regla vill ekki tjá sig um búnaðinn eða eðli árás­ar­inn­ar en frétta­stof­ur hafa eft­ir ör­ygg­is­vörðum, að maður­inn hafi verið með sprengju­belti.

Þá voru tveir menn hand­tekn­ir í Ches­hire í kvöld í tengsl­um við málið.

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði í sjón­varps­ávarpi í kvöld að til­raun­ir til sprengju­árása í Lund­ún­um í gær og Glasgow í dag rétt­lættu auk­inn viðbúnað.

„Frum­skylda stjórn­valda er að trygga ör­yggi allra breskra þegna," sagði Brown í sjón­varps­ávarpi frá Down­ingstræti 10. „Þess vegna er rétt, að hækka viðbúnaðarstig á flug­völl­um og fjöl­förn­um stöðum í ljósi auk­inn­ar hætti. Ég vil að breska þjóðin verði vel á verði og styðja lög­reglu og stjórn­völd... Ég veit að Bret­ar munu standa sam­an," sagði Brown.

Örygg­is­gæsla hef­ur verið hert á öðrum bresk­um flug­völl­um í kjöl­far þess­ara at­b­urða. Víða var göt­um við flug­velli lokað og lög­reglu­mönn­um fjölgað á vökt­um. Þetta á m.a. við um Lund­úna­flug­vell­ina Heathrow, Gatwick og Stan­sted.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert