Bresk yfirvöld telja hryðjuverk yfirvofandi

00:00
00:00

Viðbúnaður vegna yf­ir­vof­andi hættu er á „al­var­legu" stigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, á Bret­lands­eyj­um, en sam­kvæmt því telja yf­ir­völd að hryðju­verk kunni að vera yf­ir­vof­andi. Nú um há­deg­is­bil hand­tók lög­regl­an mann í Li­verpool í tengsl­um við rann­sókn til­ræðis­ins á Glasgow-flug­velli í gær, og hafa þá alls fimm verið hand­tekn­ir í kjöl­far þess.

Í blaðagrein eft­ir John Stevens lá­v­arð, ör­ygg­is­ráðgjafa Gor­dons Browns for­sæt­is­ráðherra, sem birt­ist í dag, seg­ir m.a. að áhrif al-Qa­eda í Bretlandi hafi auk­ist um­tals­vert. Hryðju­verk­in í London í júlí 2005 hafi verið hræðileg, en nú séu al-Qa­eda far­in að beita sömu aðferðum í Bretlandi og beitt hafi verið í Írak og á Balí.

Ástandið eigi eft­ir að versna áður en það batni.

Gæsla er mjög ströng á Wembley-leik­vang­in­um í London þar sem í dag verða haldn­ir minn­ing­ar­tón­leik­ar um Díönu prins­essu, sem hefði orðið 46 ára í dag. Bú­ist er við þúsund­um gesta á tón­leik­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert