Danskt víkingaskip heldur af stað til Írlands

Víkingaskipið leggur af stað frá Hróarskeldu í dag.
Víkingaskipið leggur af stað frá Hróarskeldu í dag. Reuters

Þrjátíu metra langskip hélt af stað frá Hróarskeldu í Danmörku í dag með 65 manna áhöfn, og er förinni heitið þvert yfir Norðursjó og til Írlands. Skipið er endurgerð víkingaskips sem var grafið upp á botni Hróarskeldufjarðar 1962, þar sem það hafði þá legið í um 950 ár.

"Víkingarnir koma aftur. Varið ykkur!" hrópaði skipstjórinn, Carsten Hvid, er hann stökk um borð. Skipið heitir Havhingsten av Glendalough.

"Að þessu sinni verðið þið velkomin til Dublin," svaraði Dick Roche, umhverfisráðherra Írlands, sem var í hópi fjölmargra sem kvöddu skipið.

Leiðin til Dublin er um 1.900 km, og er áætlað að skipið komi þangað um miðjan ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert