Hryðjuverkamennirnir í Glasgow voru ekki Skotar

Salmond ræðir við fjölmiðla á flugvellinum í Glasgow í dag.
Salmond ræðir við fjölmiðla á flugvellinum í Glasgow í dag. Reuters

Mennirnir tveir sem óku logandi jeppa inn í andyri flugstöðvarinnar í Glasgow síðdegis í gær voru ekki búsettir í Skotlandi, að því er æðsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar greindi frá í dag. Sjónarvottar hafa sagt að mennirnir hafi verið "asískir," og að annar þeirra hafi hrópað: "Allah! Allah!" þegar lögreglan handtók hann.

En ráðherrann, Alex Salmond, lagði áherslu á að atburðir gærdagsins myndu ekki varpa skugga á samskipti múslíma í Skotlandi við aðra íbúa. Ekkert íbúasamfélag í Skotlandi yrði látið gjalda atburðanna.

"Tengsl íbúasamfélaga í Skotlandi eru mjög sterk," sagði Salmond. Múslímasamfélagið er snar þáttur í skosku samfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, jafnt sem í efnahagslífinu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka