Lögreglan í Skotlandi eyddi bíl við sjúkrahús í Glasgow

Farþegar í röðum á Glasgow-flugvelli í dag.
Farþegar í röðum á Glasgow-flugvelli í dag. Reuters

Lögreglan í Glasgow eyddi í dag bíl við sjúkrahús í borginni þar sem grunaður hryðjuverkamaður, sem handtekinn var á flugvelli borgarinnar í gær, dvelur með alvarleg brunasár. Að sögn lögreglunnar er talið að bíllinn hafi tengst tilræðinu á flugvellinum í gær. Ekki mun hafa fundist sprengiefni í bílnum sem eytt var í dag.

Flugstöð American Airlines á Kennedy-flugvelli í New York var rýmd um stund í morgun eftir að grunsamlegur böggull fannst þar. Var sprengjusveit kölluð til. Í ljós kom að böggullinn innihélt ilmvatn og var hættuástandinu aflétt eftir um klukkutíma. Að sögn flugvallaryfirvalda hafði þetta ekki áhrif á áætlanir flugvéla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert