Al-Qaeda skipuleggur stórbrotnar árásir í sumar

Frá flugvellinum í Glasgow
Frá flugvellinum í Glasgow AP

Sam­kvæmt banda­rískri leyni­skýrslu sem gerð hef­ur verið fyr­ir heima­varn­ar­ráðuneyti Banda­ríkj­anna er varað við því að al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tök­in skipu­leggi stór­brot­in hryðju­verk nú í sum­ar. Sam­kvæmt banda­rísku sjón­varps­stöðinni ABC fengu yf­ir­völd þar í landi upp­lýs­ing­ar um árás­irn­ar í London og Glasgow nú um helg­ina.

Frétta­stofa ABC sjón­varps­stöðvar­inn­ar tel­ur sig hafa heim­ild­ir fyr­ir þessu. Á frétta­vef ABC kem­ur fram að hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður hafi sagt að sam­kvæmt leyni­skýrsl­unni skipu­legði al-Qa­eda stór­brot­in hryðju­verk nú í sum­ar og sagði hann að þetta minnti á upp­lýs­ing­ar og viðvar­an­ir sem yf­ir­völd fengu fyr­ir sum­arið 2001.

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafa þagað yfir þess­ari skýrslu og yf­ir­maður heima­varn­ar­ráðuneyt­is­ins, Michael Chertoff sagði í sam­tali við ABC frétta­stof­una að Banda­rík­in hefðu eng­ar ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar eða hald­bæra sönn­un þess að árás á Banda­rík­in væri í vænd­um.

Er hann var spurður um hvers vegna viðvar­an­ir um árás­irn­ar á Glasgow-flug­völl hefðu ekki borist til yf­ir­valda þar í landi sagðist hann ekki geta tjáð sig sér­stak­lega um það mál en bætti því við að banda­rísk­ar leyniþjón­ust­ur deildu öll­um upp­lýs­ing­um án tafa við starfs­fé­laga sína í Bretlandi.

Í Þýskalandi hafa yf­ir­völd gefið út al­menn­ar viðvar­an­ir þess efn­is að nú í sum­ar séu lík­ur á að stór­felld­ar árás­ir verði gerðar þar í landi á borð við árás­ina á New York 11. sept­em­ber 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert