Frakkar óðir í flatskjái

Franskir neytendur væru eflaust himinlifandi í þessari verslun en sala …
Franskir neytendur væru eflaust himinlifandi í þessari verslun en sala flatskjám jókst mikið í Frakklandi á síðasta ári Mynd/ÁT

Útgjöld franskra heim­ila juk­ust um 2,1% í fyrra. Svo virðist sem Frakk­ar hafi legið kylliflat­ir fyr­ir flat­skjá­um, ákveðið að halda sig inn­an dyra og beðið með að kaupa sér nýj­an bíl til að geta horft á HM í knatt­spyrnu.

Frakk­ar voru líka ansi veik­ir fyr­ir sím­um og sím­tækj­um á síðasta ári og juk­ust kaup þeirra á þeim vör­um um 20,9%. Kaupóðir Frakk­ar keyptu þó mest með vör­ur sem tengj­ast mót­töku og upp­töku kvik­mynda-og sjón­varps­efn­is eins og dvd-spil­ara, gervi­hnatta­disk­ar og síðast en ekki síst á flat­skjá­um. Jókst sala á þess­hátt­ar vör­um í Frakklandi um 27,4% á síðasta ári og út­skýra sér­fræðing­ar þau miklu kaup með Heims­meist­ara­keppn­inni í knatt­spyrnu sem hald­in var síðasta sum­ar.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu sem Hag­stofa Frakk­lands eða L´in­see sendi frá sér í síðustu viku. Þar kem­ur líka fram að kaup á nýj­um bif­reiðum hafi dreg­ist sam­an á síðasta ári um 4,2% og einnig dróst sala á geisladisk­um sam­an í fyrsta sinn í Frakklandi um 10,4%.

Frakk­ar eru nú um 60,7 millj­ón­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert