Útgjöld franskra heimila jukust um 2,1% í fyrra. Svo virðist sem Frakkar hafi legið kylliflatir fyrir flatskjáum, ákveðið að halda sig innan dyra og beðið með að kaupa sér nýjan bíl til að geta horft á HM í knattspyrnu.
Frakkar voru líka ansi veikir fyrir símum og símtækjum á síðasta ári og jukust kaup þeirra á þeim vörum um 20,9%. Kaupóðir Frakkar keyptu þó mest með vörur sem tengjast móttöku og upptöku kvikmynda-og sjónvarpsefnis eins og dvd-spilara, gervihnattadiskar og síðast en ekki síst á flatskjáum. Jókst sala á þessháttar vörum í Frakklandi um 27,4% á síðasta ári og útskýra sérfræðingar þau miklu kaup með Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem haldin var síðasta sumar.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hagstofa Frakklands eða L´insee sendi frá sér í síðustu viku. Þar kemur líka fram að kaup á nýjum bifreiðum hafi dregist saman á síðasta ári um 4,2% og einnig dróst sala á geisladiskum saman í fyrsta sinn í Frakklandi um 10,4%.
Frakkar eru nú um 60,7 milljónir.