George Bush ánægður með hörð viðbrögð Breta

AP

George Bush Bandaríkjaforseti segist kunna að meta sterk viðbrögð nýrrar ríkisstjórnar Bretlands gegn hótunum hryðjuverkamanna í Lundúnum og Skotlandi, sem stuðlaði að hertu öryggi á flugvöllum og í lofthelgi Bandaríkjanna.

„Þetta sýnir aðeins að stríðið gegn þessum öfgamönnum heldur áfram,“ sagði Bush í gær þegar hann beið eftir heimsókn forseta Rússlands. „Þú veist aldrei hvenær þeir gera árás, og ég kann að meta þau sterku viðbrögð sem ríkisstjórn Gordons Browns hefur sýnt tilraunum þessa fólks.“

Bandarískir flugvellir og stórar samgöngumiðstöðvar herða nú öryggiseftirlit fyrir þjóðhátíðardaginn 4. júlí og fleiri lögreglumenn vera um borð í millilandaflugi.

George W. Bush og Vladimir Putin, forseti Rússlands.
George W. Bush og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert