Hermenn Ísraelshers drápu palestínskan uppreisnarleiðtoga í skotárás á Vesturbakkanum í dag. Mohammed Abu el-Heija, yfirmaður öryggissveitar sem tengist lauslega forseta Fatah-hreyfingarinnar, var drepinn í Jenin flóttamannabúðunum. Talsmaður ísraelska hersins segir hermennina hafa verið að svara skotárás liðsmanna Fatah. Samkvæmt talningum AFP fréttaveitunnar hafa nú 5.773 manns látið lífið á svæðinu síðan í september árið 2000, flestir Palestínumenn.