Myndum af Madeleine skilað

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters

Myndum af Madeleine McCann, sem var stolið nýverið frá föður hennar hefur verið skilað. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul, var rænt í Portúgal í byrjun maí. Veski Gerry McCann, sem er faðir Madeleine, var stolið af vasaþjófi á Waterloo lestarstöðinni í Lundúnum nýverið. Sky fréttastöðin greinir frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum Sky hélt þjófurinn eftir 30 evrum sem voru í veskinu en sendi veskið ásamt myndum og skilríkjum í pósti til McCann.

Myndirnar sem voru í veskinu eiga að vera eftirlætismyndir Gerry McCann af Madeleine.

Foreldrar Madeleine eru enn í Praia da Luz í Portúgal þar sem Madeleine hvarf í byrjun maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert