Pútín og Bush komust ekki að samkomulagi um eldflaugavarnarkerfi í Evrópu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og Vladimir Pútín forseti Rússlands komust ekki að niðurstöðu um eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkin hyggjast reisa í Austur-Evrópu í grennd við landamæri Rússlands. Rússland hefur mótmælt áætluninni af krafti og eftir fund þeirra í Maine í dag kom Putin með margar tillögur að öðrum valkostum.

Pútín hefur áður stungið upp á því að í sameiningu myndu löndin endurnýja ratsjárstöð í Azerbaidjan í stað áætlun Bandaríkjamanna að reisa skotpalla í Póllandi og Tékklandi.

Samkvæmt fréttavef BBC stakk Pútín einnig upp á því að hægt væri að tengja radarstöðina við rússneska ratsjárstöð sem nýverið hefur verið reist í Suður-Rússlandi.

„Samskipti okkar landa yrðu færð á hærra plan,” sagði Pútín þar sem hann stóð við hlið gestgjafa síns, George W. Bush.

Pútín lagði einnig til, að fleiri Evrópulönd fengju að taka þátt í ákvörðunartökunni í þessu máli.

Bush sagði að tillögurnar væru hugmyndaríkar og snjallar. Þegar hann var spurður hvort hann treysti Pútín sagði hann að forseti Rússlands segði stundum hluti sem honum líkaði ekki en bætti því við að hann teldi að hann væri heiðarlegur.

Fjölmiðlaspjótin beindust að Pútín og Bush eftir fund þeirra í …
Fjölmiðlaspjótin beindust að Pútín og Bush eftir fund þeirra í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert