Segir son sinn engin tengsl hafa við hryðjuverkastarfsemi

Ættingjar Mohammeds Asha fylgjast með sjónvarpsfréttum í húsi fjölskyldunnar í …
Ættingjar Mohammeds Asha fylgjast með sjónvarpsfréttum í húsi fjölskyldunnar í Amman. Reuters

Faðir jórdansks læknis, sem handtekinn var á Englandi á laugardag í tengslum við rannsókn á því þegar sprengjur fundust í bílum í Lundúnum og Glasgow, segir að sonur sinn sé handtekinn og hafi engin tengsl við hryðjuverkastarfsemi.

Mohammed Asha var handtekinn ásamt eiginkonu sinni á hraðbraut á Englandi á laugardag. Í viðtali við Sky fréttastofuna fullyrðir faðir hans, Abdul Qader Asha, að sonur hans hafi ekki tekið þátt í neinni starfsemi, sem tengist hryðjuverkum. Hefur hann beðið Abdullah Jórdaníukonung að beita sér í málinu.

Asha, sem er enskukennari á eftirlaunum, segir að eina markmið sonar hans hafi verið að snúa heim aftur frá Englandi eftir að hann lyki námi sem sérfræðingur.

Asha yngri er 26 ára gamall og býr í Newcastle-under-Lyme í Staffordshire. Hann er menntaður læknir og lagði stund á sérfræðinám í taugaskurðlækningum. Lögregla hefur gert húsleit á skrifstofu hans á North Staffordshire sjúkrahúsinu í Stoke-on-Trent.

Asha fékk takmarkað læknisleyfi í Englandi árið 2005 eftir að hann lauk læknanámi í Jórdaníu.

Mohammed Asha.
Mohammed Asha. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert