Sendiráðsstarfsmaður fannst látinn á Kýpur

Thomas Mooney var sendifulltrúi hersins í bandaríska sendiráðinu á Kýpur.
Thomas Mooney var sendifulltrúi hersins í bandaríska sendiráðinu á Kýpur. Reuters

Starfsmaður bandaríska sendiráðsins á Kýpur sem hvarf á fimmtudaginn fannst látinn á afskektum stað á eyjunni í morgun. Ástæðan fyrir andláti hans er óljós en sendiráðið telur ekki að um hryðjuverk sé að ræða né hefur lögregla gefið í skyn að um morð sé að ræða.

Thomas Mooney, 45 ára sendifulltrúi hersins í sendiráðinu hvarf á fimmtudaginn var en yfirvöld lýstu eftir honum og bifreið hans og var hans leitað úr lofti og af láði en lík hans fannst skammt frá bifreiðinni í fjalllendi eyjunnar um 45 kílómetra frá höfuðborginni Nicosia. Sendiráðið hefur staðfest að hinn látni er Mooney sem var giftur með börn og munu fyrirhuguð hátíðahöld sendiráðsins vegna 4. júlí falla niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert